Tenglar

pdf print

Persónuverndarstefna - notkun persónugagna


Efnisatriði

Kynning
Persónuleg gögn sem við söfnum
Viðkvæm persónuleg gögn sem við söfnum
Hvað er gert við persónuleg gögn þín
Miðlun persónulegra gagna þinna
Þjónusta þriðju aðila
Réttindi þín
Vefkökur
Gagnaöryggi
Forgangsmiðstöð
Samskiptaupplýsingar
Breytingar á persónuverndarstefnu

Þetta vefsetur er starfrækt af OY SRG Finland AB sem er hluti af Etraveli Group samsteypunni. Fyrirtækin innan Etraveli-hópsins sjá um margvísleg persónuleg gögn, svo sem nöfn, netföng og aðrar ferðatengdar upplýsingar í daglegum rekstri sínum. Því tökum við gagnaöryggi og framfylgd gagnaverndarlöggjafar mjög alvarlega. Stefna þessi um Persónuvernd útskýrir hvernig við söfnum, vistum, notum og birtum þau persónulegu gögn sem við söfnum um þig þegar þú notar vefsvæðið, sem og hvernig við verndum friðhelgi og leynd persónuupplýsinga þinna. Persónuvernd skiptir okkur miklu, sama hvort þú ert nýkomin/n í viðskipti okkur eða hefur nýtt þér þjónustu okkar lengi. Gefðu þér vinsamlegast tíma til að kynnast starfsháttum okkar og hafðu samband við okkur ef þú vilt spyrja einhvers.

Etraveli Group AB, skráningarnr. 556584-4684 („við", „okkur" eða „okkar"), er svonefndur „gagnastjóri" persónulegra gagna þinna og ber því ábyrgð á því að löglega sé farið með persónuleg gögn þín.

Almennt séð söfnum við þannig persónulegum gögnum með þeim upplýsingum sem við þurfum til að gera þér kleift að skipuleggja ferðir þínar og bókanir. Þar má nefna upplýsingar eins og fornafn og eftirnafn, fæðingardag, símanúmer og netfang. Þau persónulegu gögn sem við þurfum til að útvega þér það ferðafyrirkomulag sem þú bókaðir um vefsetur okkar eru einu upplýsingarnar sem skylt er að veita. Það ræðst af því hvers konar ferðaþjónusta þú nýtir þér en við gætum einnig skráð vildarkortsnúmer þitt, upplýsingar um kröfur í tengslum við mat og heilsufarsleg vandamál (ef einhver eru), auk annarra atriða sem varða ferðafyrirkomulag þitt eða sem er krafist af öðrum ferðaþjónustuveitanda (s.s. flugfélögum og hótelum). Þetta er ekki tæmandi listi. Hafir þú hringt í þjónustuver okkar söfnum við þeim upplýsingum sem þú gefur upp í símtalinu. Eins og fram kemur hér undir safna vefkökur okkar einnig ákveðnum upplýsingum.

Ef þú bókar við annan farþega um vefsetur okkar, biðjum við um persónulegar upplýsingar viðkomandi einstaklings. Við þær kringumstæður treystum við þér til að upplýsa viðkomandi um þessa persónuverndarstefnu.

Í sumum tilvikum gætum við annast svonefnda „sérstaka flokka persónulegra gagna" um þig sem kunna að teljast viðkvæm. Þetta gæti til dæmis gerst ef þú (i) hefur lagt fram læknisvottorð til notkunar vegna forfallatryggingar eða endurgreiðslu frá flugfélagi (ii) býrð við heilsufar sem hefur áhrif á ferð þína og sem veldur því að þú óskar eftir aðstoð eða þar sem ákveðin heimild er nauðsynleg, eða (iii) hefur lagt fram beiðni sem gefur einhverjar viðkvæmar persónulegar upplýsingar um þig.

Áður en við meðhöndlum viðkvæm persónuleg gögn um þig, förum við fram á samþykki þitt. Við biðjum þig því um að nota sérvalin samskiptaeyðublöð á vefsetri okkar til að senda viðkvæmar upplýsingar. Samskiptaeyðublöðin gera þér kleift að veita okkur það samþykki sem krafist er samkvæmt viðeigandi gagnaverndarlöggjöf. Slíkt samþykki má að sjálfsögðu afturkalla hvenær sem er. Við fjöllum ekki um nein viðkvæm persónuleg gögn sem þú hefur ekki heimilað okkur að fjalla um eða sem þú hefur ekki veitt okkur. Takmarkaður hópur starfsfólks okkar fær aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum þínum og eftir að hafa nýtt viðkvæm gögn þín í samræmi við beiðni þína eyðum við þeim eins fljótt og auðið verður.

Okkur er samkvæmt gildandi löggjöf um meðferð persónuupplýsinga skylt að hafa svonefnda „lagastoð" fyrir hverri og einni ástæðu þess að vinna úr persónulegum gögnum þínum til að mega fjalla um persónulegar upplýsingar þínar. Af þessum ástæðum höfum við útbúið töfluna hér að neðan til að sýna lagastoð okkar hverju sinni.

Það sem við gerum (tilgangur okkar með meðhöndlun persónulegra gagna þinna) Lagastoð okkar Geymslutími
Til að gera mögulegt ferðafyrirkomulagið og bókanir, sem þú hefur óskað eftir frá okkur (þ.e. bókun ferðaþjónustu sem miðlað er af okkur, sem og okkar eigin þjónusta). Framkvæmd samnings okkar við þig. Hafir þú látið okkur í té viðkvæmar persónulegar upplýsingar er lagastoðin samþykki þitt. 3 ár frá dagsetningu viðskiptanna. Afturkalla má samþykki fyrir viðkvæmum persónuupplýsingum hvenær sem er.
Hafir þú valið að stofna notandareikning á vefsetri okkar gerum við slíkan reikning tiltækan fyrir þig. Reikningurinn felur í sér aðgang að upplýsingum um fyrri ferðir og bókanir. Við vistum einnig notendanafn þitt og lykilorð. Framkvæmd samnings okkar við þig. Vistuð verða gögn um notandareikning þinn og persónuupplýsingar tengdar fyrri ferðum og bókunum þar til þú ákveður að loka notandareikningi þínum á vefsetri okkar. Hafir þú hins vegar ekki skráð þig inn í notandareikning þinn í 18 mánuði, gætum við eytt þannig reikningi og upplýsingum á honum, að því tilskildu að ekki sé önnur lagastoð fyrir vistun þeirra.
Ef bókunarferli hefur verið hafið en ekki er lokið við viðskiptin, er okkur heimilt að senda tölvupóst með tengli til baka í leitarniðurstöðu eða í bókunina sem byrjað var á, allt eftir því hvaða stað bókunarferlið á vefsíðunni var stöðvað. Við höfum lögmæta hagsmuni af því að eiga viðskiptin og gera þér kleift að ljúka við kaupin án þess að þurfa að fylla út allar upplýsingar að nýju. Ef ekki er óskað eftir tölvupósti af þessu tagi er hægt að segja sig frá þeim hvenær sem er í tölvupóstinum. 24 klukkustundum eftir að þú fórst út úr bókunarferlinu.
Áður en ferð þín hefst sendum við þér frekari upplýsingar og tilboð tengdu viðkomandi ferðafyrirkomulagi, svo sem um mögulegar viðbætur eins og aukafarangur og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalag þitt. Sumar upplýsinganna byggjast á persónugreiningu á grundvelli upplýsinga sem þú gafst í bókunarferlinu (til dæmis ferðadagsetningar, áfangastað o.s.frv.). Við höfum lögmæta hagsmuni af því að bjóða þér upp á þægilegra ferðalag og auðvelda þér að finna frekari upplýsingar sem skipta þig máli. Ef ekki er óskað eftir upplýsingum af þessu tagi er hægt að segja sig frá þeim hvenær sem er í tölvupóstinum. Ekki lengur en þar til ferðalag þitt hefst. Önnur svipuð úrvinnsla gæti haldið áfram í samræmi við þann tilgang sem útskýrður er hér að neðan.
Að ferðalagi þínu loknu gætum við sent þér fréttabréf okkar sem inniheldur tillögur um aðrar ferðir og ferðatengdar vörur og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á. Sum ráðleggingarnar byggjast á greiningu á fyrra vali þínu við að bóka ferðalag og viðbrögðum þínum við tölvupóstum okkar. Við höfum lögmæta hagsmuni af því að eiga viðskipti og gera þér kleift að skipuleggja ferðir sem vekja áhuga þinn. Ef ekki er óskað eftir tölvupósti af þessu tagi er hægt að segja sig frá þeim hvenær sem er í tölvupóstinum eða á vefsetrinu. Áður en þú gengur frá kaupum getur þú einnig hafnað því að fá fréttabréfið sent. 3 ár frá dagsetningu viðskiptanna.
Upptaka símtala vegna gæðatryggingar og vegna allra beiðna þinna eða fyrirspurna síðar. Við höfum lögmæta hagsmuni af því að (i) bæta þjónustu okkar með innri þjálfun, og þar sem við á (ii) leysa úr mögulegum beiðnum eða kröfum. Ef þú vilt ekki að símtal verði tekið upp er heimilt að mótmæla slíkri upptöku áður en hún hefst. 6 mánuðir frá dagsetningu símtals. Aðeins takmarkaður fjöldi einstaklinga hefur aðgang að upptökunni.
Notkun á vefkökum, til dæmis til að bæta notagildi þessa vefseturs, að veita persónulega reynslu og safna talnagögnum um notkun. Við notum einnig lotukökur til að auka öryggi vefsetursins Við höfum lögmæta hagsmuni af því að (i) bæta vefsetrið okkar, (ii) sýna þér áhugaverð tilboð, og (III) vera með öruggt þjónustutilboð og vefsetur. Ef þú vilt ekki að við vistum vefkökur í tölvu þinni, getur þú breytt stillingum í vafranum hvenær sem er. Það ræðst af tegund vefkökunnar. Sjá hér nánar nánari lýsingu á geymslutíma.

Auk ofangreindra ráðstafana grípum við til daglegra aðgerða sem nauðsynlegar eru hjá fyrirtækjum sem veita neytendum þjónustu, svo sem bókhald, endurskoðun, innheimtu, að framfylgja skyldum vegna baráttu gegn peningaþvætti og viðhalda veföryggi okkar. Að því marki sem þetta er ekki áskilið samkvæmt viðeigandi lögum, gerum við þessar ráðstafanir á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar. Við gætum einnig greint hegðun viðskiptavina okkar í því skyni að bæta vefsetur okkar og þjónustu almennt séð. Hins vegar byggist slík greining á samanteknum almennum eða nafnlausum gögnum.

Við miðlum aðeins persónuupplýsingum þínum þar sem nauðsyn krefur í þeim tilgangi sem tilgreindur er í þessari persónuverndarstefnu. Það kann að gerast til annarra fyrirtækja innan Etraveli samsteypunnar, stjórnvalda og áreiðanlegra viðskiptafélaga okkar. Við gætum til dæmis samnýtt persónulegar upplýsingar (þar með taldar viðkvæmar persónulegar upplýsingar þegar við á) með viðskiptaaðilum á borð við flugfélög, hótelveitur, tryggingafélög og bókunarkerfi fyrir flugfélög og ferðaskifstofur (Global Distribution Systems - GDS) svo þú getir skipulagt ferðir þínar og bókað.

Sérhver samstarfsaðili ber ábyrgð á eigin meðferð persónuupplýsinga þinna eftir að hafa fengið þær frá okkur, sem þýðir að þú verður að hafa samband við viðkomandi samstarfsaðila með beiðnir sem tengjast réttindum samkvæmt viðeigandi persónuverndarlöggjöf. Mælt er með því að kynna sér persónuverndarstefnu hlutaðeigandi aðila um meðferð persónuupplýsinga.

Við deilum einnig persónulegum upplýsingum þínum með öðrum fyrirtækjum (svonefndum „gagnavinnsluaðilum") sem þarf til að afhenda þá þjónustu sem óskað er eftir, svo sem þjónustuveitendum sem keyra símsvörun okkar og öðum birgjum og söluaðilum sem vinna persónulegar upplýsingar þínar þegar þeir veita okkur þjónustu sína (t.d. ytri vistun).

Alþjóðlegt eðli ferðaþjónustunnar gerir að úrvinnsla persónuupplýsinga getur farið fram víða um heiminn þegar aðilar sem við miðlum persónuupplýsingum þínum til búa í landi utan ESB/EES. Samnýting persónulegra gagna utan ESB/EES útheimtir vissa lagalegan grundvöll samkvæmt viðeigandi lögum um persónuvernd. Líti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins svo á að ákveðið land veiti fullnægjandi vernd persónuupplýsinga verður það lagalegur grundvöllur okkar. Að öðru leyti er þrenns konar lagalegur grundvöllur fyrir því sem hægt er að byggja slíka miðlun á. Þeir eru:

  1. að miðlun gagna sé nauðsynleg svo við getum staðið við samninginn við þig (til dæmis þegar þú hefur pantað flug með flugfélagi sem skráð er utan ESB/EES),
  2. að miðlunin byggist á stöðluðum persónuverndarákvæðum um miðlun persónulegra upplýsinga til landa utan ESB/EES sem samþykkt hafa verið af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (afrit af þessum stöðluðu persónuverndarákvæðum má finna á http://ec.europa.eu/justice/data-protection/international-transfers/transfer/), og
  3. Friðhelgissamningi ESB & Bandaríkjanna (Privacy Shield), þegar miðlað er til Bandaríkjanna og viðtakandinn er vottaður á viðeigandi hátt.

Vinsamlegast athugaðu að vefsetur okkar inniheldur tengla við önnur vefsetur og leggur fram efni frá þriðju aðilum. Þessi persónuverndarstefna á aðeins við um vefsetur okkar og þjónustu. Þegar þú fylgir tenglum á önnur vefsetur eða notar þjónustu og vörur þriðja aðila, skaltu lesa persónuverndarstefnu viðkomandi. Ef þú kýst að hafa samband við okkur um samfélagsmiðla á þessi persónuverndarstefna heldur ekki við um þær persónuleg upplýsingar sem þú leggur fram sem þátt í slíkum samskiptum. Í slíkum tilvikum mælum við með að þú lesir persónuverndarstefnu slíks veitu þess félagsmiðils.

Samkvæmt gildandi gagnaverndarlöggjöf hefur þú ákveðin réttindi sem svonefndur „skráður aðili". Hér að neðan höfum við skráð réttindi þín. Réttindi þín eru meðal annars eftirfarandi:

  1. Réttur til aðgangs – Þú átt rétt á aðgangi að persónulegum gögnum sem við vinnum með. Þú átt einnig rétt á því að fá ákveðnar upplýsingar um það sem við gerum við persónulegar upplýsingar. Slíkar upplýsingar eru veittar í þessu skjali.
  2. Réttur til leiðréttinga – Undir vissum kringumstæðum áttu rétt á því að leiðrétta ónákvæmar persónulegar upplýsingar sem varða þig og að lokið sé við skráningu ófullkominna persónuupplýsinga. Vinsamlegast athugaðu að við gætum ekki leiðrétt rangar persónuupplýsingar sem þú gafst, t.d. vegna reglna flugfélaga, og að slík sérstök breyting gæti falið í sér kostnað.
  3. Réttur til að eyðingar upplýsinga – Undir vissum kringumstæðum átt þú rétt á því láta eyða persónulegum upplýsingum þínum. Þetta er hinn svonefndi „réttur til að gleymast".
  4. Réttur til takmörkunar á vinnslu – Undir vissum kringumstæðum átt þú rétt á því að takmarka hvernig við notum persónuleg gögn.
  5. Réttur til gagnaöflunar – Þú átt rétt á því að fá persónugögn þín (eða láta senda persónugögn þín beint send til annars ábyrgðaraðila gagna) í skipulögðu, algengu og véllæsilegu formi frá okkur.
  6. Réttur til andmæla – Þú átt rétt á því að andmæla ákveðinni meðferð persónugagna sem við framkvæmum. Þetta á við um alla okkar starfsemi sem byggist á „lögmætum hagsmunum” okkar.

Loks átt þú einnig rétt á því að leggja fram kvörtun hjá viðeigandi eftirlitsstjórnvaldi gagnaverndar.

Vefkaka/dúsa er lítil textaskrá sem geymd er í tölvunni, sumar aðeins þar til þú lokar vafranum (svokallaðar „lotukökur") en aðrar í lengri tíma (svokallaðar „varanlegar vefkökur"). Ef þú vilt ekki leyfa geymslu á vefkökum í tölvunni geturðu breytt stillingum í vafranum. Athugaðu þó að í einstaka tilvikum geta sumar aðgerðir á vef okkar ekki virkað rétt og sumt efni gæti ekki birst rétt vegna þessa.

Þessi vefsíða notar vefkökur af ýmsum ástæðum, þar á meðal fyrir sérsniðna reynslu, til að bæta notagildi vefsetursins og til að safna talnagögnum um notkun. Við notum einnig lotukökur til að auka öryggi vefsetursins.

Stundum deilum við gögnum með þriðja aðila við notkun á kökum. Við notum til dæmis Google Analytics og Google AdWords, þjónustu sem sendir umferðargögn vefsetursins til Google netþjóna. Google Analytics auðkennir ekki einstaka notendur og tengir ekki IP-töluna þína við önnur gögn hjá Google. Við notum skýrslur frá Google til að hjálpa okkur að skilja umferðina á vefsetrinu og vefsíðunotkun og betrumbæta auglýsingar sem keyptar eru af Googles Own og öðrum auglýsinganetum. Google gæti unnið úr gögnunum eins og lýst er í persónuverndarstefnu Google og í þeim tilgangi sem lýst er hér að framan í þessum kafla. Þú getur hafnað Google Analytics með því að afvirkja vefkökuna eða hafna henni, afvirkja JavaScript eða nota úrsagnarmöguleikann sem Google býður. Viljirðu hafna auglýsingum frá Google notarðu þennan tengil.

Vefsetrið notar einnig Facebook myndeind til að safna nafnlausum samandregnum gögnum sem stuðla að hámarksnýtingu við auglýsingakaup á mismunandi vettvöngum Facebook, (þar á meðal Instagram). Facebook safnar notandaauðkennum til að kanna hvort notandi hefur heimsótt vefsetur með Facebook-myndeindinni. Við sem auglýsendur getum hins vegar aldrei borið kennsl á atferli tiltekins notanda. Facebook og tengdir vettvangar eru í lokuðu auglýsingakerfi þar sem notendur þeirra geta ráðið hvort þeir samþykki að auglýsendur noti gögn safnað af vefsetrum þeirra til að kaupa auglýsingar á Facebook. Notaðu við þennan tengil til að skoða og breyta auglýsingastillingum á Facebook.

Enn fremur notar vefsetur okkar eltiforskriftir til umreiknings og vefkökur frá Microsoft Bing, TripAdvisor og TvSquared (skoða má persónuverndarstefnu þeirra á hjálögðum tenglum). Öll þessi þjónusta safnar tölfræðilegum safngögnum sem auðvelda okkur að hámarka kaup á auglýsingum. Við sem auglýsendur getum ekki borið kennsl á einstakan notanda með þessum gögnum. Hægt er að slökkva á vefkökunotkun í stillingum vafrans.

Við höfum vegna gagnsæis útbúið yfirlit yfir þær vefkökur sem notaðar eru á þessu vefsetri hér.
Nánari upplýsingar um vefkökur má finna á www.youronlinechoices.com.

Við höfum innleitt ýmsar tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi persónulegra upplýsinga. Til dæmis nýtum við okkur mjög háþróað tæknilegt öryggi í öllum kerfum (þ.m.t. rekjanleika, endurreisn eftir áfall, aðgangstakmarkanir o.fl.). Við höfum auk þess samþykkt stefnumörkun til að tryggja að starfsmenn okkar (sem að sjálfsögðu eru bundnir trúnaðarskyldu) noti ekki persónulegar upplýsingar þegar þess gerist ekki þörf. Slík stefnumörkun er einnig viðmið okkar um hvenær við leitum til birgja eða kynnum ný UT-kerfi í rekstri okkar.

Hér er tengill á persónulega forgangsmiðstöð þína.

Viljir þú spyrja einhvers sem varðar meðferð okkar á persónugögnum þínum eða notkun okkar á vefkökum, eða ef þú vilt skírskota til einhverra réttinda þinna á grundvelli viðeigandi gagnaverndarlöggjafar skaltu vinsamlegast sendu tölvupóst á: Privacy@etraveli.comeða nota eftirfarandi samskiptaupplýsingar:

Etraveli Group AB
Att: Privacy Manager
P. O Box 1340
751 43 Uppsala
Sverige

Breytingar á persónuverndarstefnu

Ef við breytum meðhöndlun okkar á persónulegum upplýsingum þínum eða því hvernig við notum vefkökur uppfærum við persónuverndarstefnuna tafarlaust og birtum hana á þessu vefsetri.

Síðast uppfært: 2018-05-21.

Header
Subject
Body
Footer