pdf print

Almennir skilmálar og skilyrði


Þessir almennu skilmálar og skilyrði („T&C") gilda á milli þín („þú" eða „viðskiptavinurinn") og OY SRG Finland AB („við" eða „okkar"), rekstraraðila bókunargáttarinnar is.mytrip.com (héðan í frá nefnd „gáttin"). Farið er fram á að þú lesir T&C vandlega áður en þú notar gáttina. Með því að nota gáttina samþykkir þú þessar T&C. Ef þú samþykkir ekki T&C, biðjum við þig um að nota ekki gáttina og fara af vefsíðunni.

Þú verður að vera a.m.k. 18 ára að aldri og vera sjálfstæður neytandi til að geta bókað á gáttinni. Sjálfstæður neytandi er, öfugt við fyrirtæki, einstaklingur sem gerir löglegan samning í tilgangi sem er í öllum aðalatriðum óháður starfsemi viðskiptalegs eðlis og/eða sjálfstæðrar starfsemi.

Rekstraraðili gáttarinnar og samningsbundinn samstarfsaðili þinn um notkun gáttarinnar er:

OY SRG FINLAND AB (Mytrip)
PL 720
00101 HELSINKI-FINLAND

Netfang: customerservice@Mytrip.support
Sími: 3 545 469 638

T&C eru sett fram á eftirfarandi hátt:

Efnisyfirlit

 1. UMFANG ÞJÓNUSTUNNAR
 2. BÓKUNARFERLI OG UPPLÝSINGAR UM TENGILIÐI
 3. MIÐLUN FLUGFERÐA
 4. MIÐLUN HÓTELBÓKANA
 5. MIÐLUN BÍLALEIGUBÓKANA
 6. SÉRSTÖK ÁKVÆÐI UM MIÐLUN BÓKANA HJÁ MÖRGUM ÞJÓNUSTUVEITENDUM
 7. UPPLÝSINGAR UM VEGABRÉF, VEGABÉFSÁRITANIR OG HEILBRIGÐISMÁL
 8. OKKAR EIGIN ÞJÓNUSTA
 9. GJÖLD OG GREIÐSLA
 10. KVARTANIR
 11. RÉTTUR VIÐSKIPTAVINA Í SAMRÆMI VIÐ ESB-REGLUGERÐIR
 12. ÁBYRGÐ
 13. GILDANDI LÖG OG ÚRLAUSN ÁGREININGSMÁLA
 14. PERSÓNUVERND

VIÐAUKI 1 – ÞÓKNANIR VEGNA UMSJÓNAR 

 1. UMFANG ÞJÓNUSTUNNAR
  1. Miðlun ferðaþjónustu
   1. Við störfum eingöngu í krafti hlutverks okkar sem milliliður um flug, hótel, tryggingar og bílaleiguþjónustu sem í boði er á vefgáttinni (sameiginlega nefnt „Ferðaþjónusta"). Í því skyni takmarkast hlutverk okkar og skyldur við það að miðla ferðaþjónustu sem þriðju aðilar veita, svo sem flugfélög, ferðaskipuleggjendur, hótel, tryggingafélög, bílaleigur eða aðrir þjónustuveitendur (hér á eftir í hverju tilviki nefndir „Þjónustuveitandi" ).
   2. Þar af leiðir að samningur um raunveruleg ákvæði ferðaþjónustunnar (t.d. flutningssamningur, vátryggingarsamningur eða leigusamningur) tekur gildi beint á milli þín og viðkomandi þjónustuveitanda. Við erum ekki samstarfssöluaðili ferðaþjónustunnar og erum ekki aðili að samningsbundnum tengslum þín og þjónustuveitandans.
   3. Með því að nota gáttina til að kaupa ferðaþjónustu heimilar þú okkur að semja við viðkomandi þjónustuveitanda fyrir þína hönd, þ.m.t. miðlun á greiðslu fyrir ferðaþjónustuna, í því skyni að sjá svo um að viðskiptin á milli þín og þjónustuveitanda gangi í gegn. Tilgreint verð fyrir sjálfa ferðaþjónustuna kann að fela í sér þóknun fyrir þá þjónustu sem við veitum með því að miðla samningi á milli þín og viðkomandi þjónustuveitanda.
   4. Viðkomandi þjónustuveitandi ber einn ábyrgð á því að standa skil á þeirri ferðaþjónustu sem miðlað var um gáttina. Í hlutverki okkar sem milliliður tökum við enga ábyrgð á ferðaþjónustunni sem þjónustuveitendur eiga að veita og við erum hvorki í fyrirsvari né berum ábyrgð (hvorki beinlínis né undirskilda) á hentugleika eða gæðum ferðaþjónustunnar sem miðlað er á vefsíðunni. Öllum kvörtunum sem þú kannt að vilja leggja fram vegna efnda eða skorts á efndum ferðaþjónustunnar skal beint til viðkomandi þjónustuveitanda.
   5. Eigir þú kost á að leggja fram séróskir (s.s. sérstakar máltíðir, aðstöðu fyrir fatlaða eða barnasæti) þegar ferðaþjónustan er bókuð, framsendum við beiðni þína til viðkomandi þjónustuveitanda. Við getum hins vegar ekki tekið neina ábyrgð á því hvort þjónustuveitandi geti í raun uppfyllt slíkar óskir.
  2. Okkar eigin þjónusta
  3. Fyrir utan það að miðla ferðaþjónustu eins og fram kemur í kafla 1.1 hér að framan, býðst einnig viðbótarþjónusta (önnur en ferðaþjónusta) í gátt okkar sem við berum sjálf ábyrg á að veita. Þú gerir beinan viðskiptasamning við okkur um slíka viðbótarþjónustu. Í hverju tilviki upplýsum við þig ótvírætt hvort og að hvaða marki við bjóðum upp á eigin þjónustu í stað þess að miðla eingöngu þjónustu þriðju aðila. Okkar eigin þjónustutilboð geta verið breytileg frá einum tíma til annars. Sumum þjónustutilboðum okkar er lýst í 8. kafla. Þú færð í hendur ítarlega lýsingu á slíkri viðbótarþjónustu, vegna viðbótarþjónustu sem ekki er sett fram í þessum T&C, ásamt upplýsingum um þóknanir okkar og viðbótarskilmála og skilyrði fyrir bókun og notkun á meðan á bókunarferlinu stendur.
  4. Viðeigandi samningsbundin skilyrði
   1. Þessi T&C gilda um miðlun ferðaþjónustu samkvæmt kafla 1.1, sem og fyrir okkar eigin þjónustu í samræmi við kafla 1.2.
   2. Í samningnum á milli þín og viðkomandi þjónustuveitanda (kafli 1.1.2) eru almennir skilmálar og skilyrði viðkomandi þjónustuveitanda (svo sem flutningsskilmálar, flutningaskilmálar, vátryggingarskilmálar og þess háttar), eins og við á og útgefnir af honum. Þér verða kynntir slíkir almennir skilmálar og skilyrði viðkomandi þjónustuveitanda á meðan á bókunarferlinu stendur. Þar sem skilmálar og skilyrði þjónustuveitanda kunna að fela í sér ákvæði sem varða ábyrgð, afturköllun, breytingar á bókun og endurgreiðslu (sé það í boði) og aðrar takmarkanir, er þér bent á að lesa skilmálana vandlega.
 2. BÓKUNARFERLI OG UPPLÝSINGAR UM TENGILIÐI
  1. Í bókunarferlinu er þér veittur aðgangur að tæknilegum leiðum til að koma auga á villur innsláttarreitum og að leiðrétta þær áður en bókunarbeiðnin er send inn. Ætlast er til þess að þú kynnir þér vel að öll gögn séu rétt áður en gengið er frá bókunarbeiðni. Síðari beiðnir um breytingar geta leitt til umtalsverðs aukakostnaðar.
  2. Við gætum þurft að hafa samband við þig, t.d. verði um að ræða síðari breytingar á keyptri ferðaþjónustu. Þú þarft að skila inn nákvæmum samskiptaupplýsingum, svo sem símanúmeri og netfangi. Einnig þarftu stöðugt að kanna hvort þú hafir fengið skilaboð frá okkur.

   Það er einnig á þína ábyrgð að tryggja að þú sért fær um að taka á móti skilaboðum okkar. Við berum enga ábyrgð ef þú færð ekki skilaboð frá okkur vegna aðstæðna sem við getum ekki ráðið við, þar á meðal en þó ekki takmarkað við eftirfarandi: (i) þú gafst upp rangt netfang; (ii) pósthólfsstillingar þínar hleypa ekki skeytum okkar í gegn til þín eða (III) stillingar í pósthólfi líta á tölvupósta okkar sem ruslpóst.
 3. Miðlun flugferða
  1. Lok samningsgerðar og verðbreytingar
   1. Þegar þú hefur sent inn bókunarbeiðni staðfestum við móttöku á beiðninni með tölvupósti. Þar með hefur miðlunarsamningur þín og okkar tekið gildi. Ef þú færð ekki slíka staðfestingu innan einnar klukkustundar frá því að bókun er gerð og enginn starfsmanna okkar hefur samband við þig í tölvupósti eða síma til að gefa til kynna einhver vandamál, vinsamlegast hafðu samband við okkur símleiðis til staðfestingar.
   2. Um leið og umbeðnar miðar hafa verið gefnir út færð þú staðfestingu í tölvupósti með miðanúmeri. Þar með hefur komist á og tekið gildi bindandi samningur þín og viðkomandi flugfélags/flugfélaga.
   3. Verð fyrir flugið, og sætisbókun, er skráð af viðkomandi flugfélagi í netgáttinni. Séu breytingar á flugi óviðráðanlegar af okkar hálfu (t.d. breytingar á verði, sæti eða öðru) og þær koma fram eftir að bókunarbeiðnin hefur verið send,en áður en samningur við flugfélagið hefur er orðinn bindandi (samkvæmt því sem fram kemur í lið 3.1.2 hér að framan), öðlast samningurinn ekki gildi og upphæðin skal endurgreidd að fullu. Við gætum haft samband við þig og gefið þér tækifæri til að samþykkja breytt verð á venjulegum afgreiðslutíma, þó ekki síðar en 24 klukkustundum eftir að við fengum vitneskju um verðbreytingarnar eða fyrsta virkan dag eftir þannig sólarhring.
  2. Upplýsingar um bókunar-og flutningsskilmála
   1. Hvað varðar flug sem í boði er á gáttinni bjóðum við þau einungis í krafti stöðu okkar sem milliliður. Samningur um flutning með flugi er gerður beint á milli þín og viðkomandi flugfélags og við tökum ekki á okkur neina samningsbundna ábyrgð á því hvort þú verður fluttur með fluginu eða ekki. Viðkomandi flugfélag ber eitt ábyrgð á því hvort þú verður fluttur með fluginu eða ekki.
   2. Áður en þú lýkur við bókunina, þarft þú að geta kynnt þér skilmála og skilyrði viðkomandi flugfélags/flugfélaga.
   3. Þegar við miðlum ferðaþjónustu sem veitt er af flugfélögum er okkur ekki tryggður aðgangur að bókunarkerfi flugfélagsins. Sé staðan sú getum við fyrir þína hönd gengið frá samningi á milli þín og flugfélagsins. Við gætum einnig beðið þig um hafa beint samband við viðkomandi flugfélag vegna fyrirspurna um bókanir, breytingar eða afbókun ferðar. Hafir þú keypt sveigjanlega miðaþjónustu okkar (sjá 8. kafla), verða allar endurbókunarbeiðnir að fara um þjónustuver eins og fram kemur í kafla 8.1.4. Þú gætir fengið tvær bókunarstaðfestingar, eina frá okkur og aðra frá viðkomandi flugfélagi. Hafir þú fengið tvær bókunarstaðfestingar notaðu vinsamlegast staðfestingu flugfélagsins við innritun.
   4. Hér fyrir neðan veitum við almennt yfirlit yfir upplýsingar um skilmála tengda bókun og flutningi sem flugfélög setja dæmigert, ýmist samhljóða eða áþekka. Hins vegar ganga öll ákvæði viðkomandi flugfélags, sem frá þeim víkja, framar þeim almennu upplýsingum sem kveðið er á um í þessum kafla 3.2.4. Því skal í hverju tilviki kanna viðeigandi skilmála og skilyrði viðkomandi flugfélags áður en bókun er gerð.
    • Fartímar / innritun
     Allir fartímar eru tilgreindir á staðartíma. Koma næsta dag er tilgreind með „+1" í áætluninni. Tilgreindir fartímar eru til bráðabirgða og með fyrirvara um breytingar með stuttum fyrirvara eftir að miðinn hefur verið gefinn út, t.d. vegna takmarkana flugumsjónar, veður eða rekstrartruflana hjá flugfélaginu. Vinsamlegast fylgist vel með gildandi fartímum með góðum fyrirvara fyrir flugið.

     Fara skal eftir þeim innritunartímum sem flugfélagið gefur upp. Flugfélögin geta neitað fólki um að ganga um borð ef það er of seint til að innrita sig. Hafðu vinsamlegast í huga að sum flugfélög hvetja til innritunar á vefsetri sínu og kunna að innheimta þóknun við innritun starfsmanns á flugvellinum.
    • Samsetning einstakra miða
     Samsetning tveggja sjálfstæðra miða hvora leið í stað miða fram og til baka er greinilega merkt sem slík á meðan á bókun stendur. Miðarnir eru afgreiddir óháð hvor öðrum hvað varðar afturköllun, breytingar og truflanir á flugumferð á borð við verkföll og breytingar á flugáætlunum. Eigin reglur hvers flugfélags fyrir sig gilda.

     Alltaf er litið á flugmiða með mismunandi bókunarnúmerum sem ferðir óháðar hvor annarri.
    • Flugmiðar með nokkrum áföngum/notkunarröð
     Ferð fram og til baka eða miði aðra leiðina getur innihaldið nokkra áfanga. Samkvæmt skilmálum flesta flugfélaga þarf að fljúga slíka áfanga í réttri röð. Annars hafna mörg flugfélög flutningi á síðari áföngum (t.d. að sé einhver áfangi ferðarinnar ekki notaður gæti það ógilt þá miða sem eftir eru). Ef farþegi á miða fram og til baka og mætir ekki í flugið út gæti það leitt til þess að flugfélagið ógildir miðann til baka
    • Meðganga
     Sum flugfélög neita að flytja konur sem eru komnar eru fram yfir 28. viku meðgöngu þegar annað hvort er flogið út eða til baka. Ef þú ert barnshafandi þarftu að fá það á hreint hjá bæði flugfélaginu og lækninum hvort þú megir fara í ferðina.
    • Ungbörn og barnamiðar
     Vinsamlega hafið samband við flugfélag til að fá upplýsingar um skilmála fyrir ferðum með barni sem ekki hefur sérstakt sæti. Yfirleitt þurfa börn yfir 2 ára aldri að hafa sér sæti en börn á aldrinum 0 og 2 ára ferðast sem ungbörn og er ekki úthlutað sjálfstæðu sæti. Ef ungbarn nær 2 ára aldri fyrir lok ferðar þarf að panta barnamiða fyrir alla ferð þess. Ekki er hægt að panta ungbarnamiða fyrir fæðingu þar sem rétt nafn og fæðingardagur þarf að samsvara þeim sem fram koma í vegabréfinu. Við endurgreiðum ekki öll kostnað sem á fellur ef röng tegund miða er bókuð í byrjun.
    • Börn ein á ferð
     Við miðlum ekki bókun neinna miða fyrir börn ein á ferð. Bóka þarf börn yngri en 18 ára í ferð í fylgd með fullorðnum. Sum lönd og flugfélög neita börnum yngri en 18 ára aðgang nema í fylgd með lögráðamanni. Vinsamlega athugaðu að sum flugfélög krefjast þess að börn undir 18 ára aldri leggi fram fæðingarvottorð til að mega ferðast.
    • Týndur/skemmdur farangur
     Við sem milliliður tökum ekki á okkur neina ábyrgð á töpuðum eða skemmdum farangri. Öll vandamál skal tilkynna tafarlaust til fulltrúa flugfélagsins á flugvellinum.
    • Millilending og næturgisting
     Almennt gildir að akstur/lestar og/eða næturgisting á ferðalagi þínu er ekki innifalin í miðaverði flugsins. Þú bert persónulega ábyrgð á því að athuga áætlun langferðabifreiða/lesta og verð.
    • Tengitímar milli flugáfanga
     Almennir miðar sem bókaðir eru í gáttinni hafa samþykktan tengitíma. Sá tími sem þarf til að ná á milli flugáfanga er reiknaður út af flugfélögunum. Ef flugáfanga seinkar þannig að tengiflugið næst ekki er flugfélögum skylt að aðstoða þig við að komast á lokaáfangastað (sjá kafla 11.1).
     Þegar sjálfstæðir miðar eru bókaðir bera flugfélögin enga ábyrgð á því ef farþegi missir af tengiflugi. Því er það á þína ábyrgð að tryggja að tengitími sé nægur samkvæmt upplýsingum flugfélaga og flugvalla. Sá viðbótarkostnaður sem til fellur vegna þess að tengiflug náðist ekki, fæst ekki endurgreiddur.
    • Tvöföld bókun
     Með tvöfaldri bókun er átt við að tvær eða fleiri bókanir með sama nafni farþega hafi verið gerðar hjá sama flugfélagi. Ef þú ert með tvöfalda bókun getur flugfélagið aflýst ferðinni/ferðunum. Þetta getur einnig gerst ef bókanir hafa verið gerðar hjá mismunandi ferðaskrifstofum. Við berum ekki ábyrgð á aflýsingum flugfélaga og heldur ekki á endurgreiðslu frá flugfélögum í þeim tilvikum að grunur leikur á tvöfaldri bókun.
  3. Flugfélög sem ekki mega stunda rekstur innan ESB (svartur listi) Vinsamlega athugið að tiltekin flugfélög mega ekki stunda rekstur innan ESB samkvæmt ákvörðun sem gerð er af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í nánu samráði við flugsamgönguyfirvöld á landsvísu. Þessi flugfélög eru á bannlista þar sem þau teljast óörugg eða ekki háð fullnægjandi eftirliti hjá yfirvöldum heimalands síns.
   Hægt er að kanna hvaða flugfélög rekstrarbannið nær til í eftirfarandi tengli:
   Svarti listinn (listi yfir flugfélög sem ekki mega stunda rekstur innan ESB)
  4. Breytingar á áætlun og aflýsingar flugfélaga
   1. Samningur þinn við viðkomandi flugfélag heimilar því að aflýsa eða breyta bókunum þínum. Við tilkynnum þér um allar breytingar strax og við fáum upplýsingar um þær hjá flugfélaginu.

    Óskir þú eftir að breyta bókun þinni eða ferð fram á endurgreiðslu vegna aflýsingar, bjóðum við sem viðbótarþjónustu að annast beiðnina fyrir þína hönd ef skilmálar flugfélagsins leyfa slíka breytingu. Gjaldskrá okkar má sjá með því að smella hér.

    Ef þú hefur ekki keypt þjónustupakka okkar um leið og þú bókaðir má kaupa hann þegar beðið er um aðstoð.
   2. Flugtímarnir sem tilgreindir eru í bókunarstaðfestingunni geta breyst frá dagsetningu bókunar og til ferðadags. Við mælum með að þú fylgist með og hafir samband við flugfélagið að minnsta kosti 72 klukkustundum fyrir áætlaða brottför viðkomandi flugs til að ganga úr skugga um að flugið (og möguleg tengiflug) séu í samræmi við áætlun þína. Við höfum enga stjórn á breytingum á flugáætlunum og tökum enga ábyrgð á þeim kostnaði sem kann að myndast vegna slíkra breytinga.
  5. Breytingar og aflýsingar að þinni beiðni
   1. Skilmálar um breytingar á flugbókunum (þar með talin breyting á nafni farþega, áfangastað og dagsetningu ferðar) og því að fá aflýsingu endurgreidda eru settir af viðkomandi flugfélagi, sem er samningsbundið þér um að fljúga með þig. Við sem milliliður höfum engin áhrif á slíka skilmála.
   2. Óskir þú eftir að breyta bókun þinni eða ferð fram á endurgreiðslu vegna aflýsingar, bjóðum við sem viðbótarþjónustu að annast beiðnina fyrir þína hönd, að því tilskildu að skilmálar flugfélagsins leyfi slíka breyting eða endurgreiðslu vegna aflýsingar. Við vinnslu á bókun slíkrar viðbótarþjónustu upplýsum við þig um frekari skilmála og gjöld fyrir þannig þjónustu. Gjaldskrá okkar má sjá með því að smella hér.
   3. Nauðsynlegt er að við fáum breytingarbeiðnir þínar að minnsta kosti sólarhring fyrir upphaf ferðar (aðeins um síma) til þess að geta afgreitt þær breytingar sem beðið er um. Ef þú hefur keypt þjónustuna breytanlegan miða, sjá 8. kafla.

    Við mælum með að þú hafir beint samband við viðkomandi flugfélag vegna breytingarbeiðna með styttri fyrirvara.
  6. Ekki mætt á flugvöll eða í flug Þú heimilar okkur hér með að aflýsa ónotuðum flugmiða fyrir þína hönd ef ekki var mætt á flugvöll eða í flug og til að biðja um mögulega endurgreiðslu frá flugfélaginu fyrir þína hönd. Við höfum rétt til þess en er það ekki skylt og réttur þinn til að biðja um endurgreiðslu beint frá flugfélagi helst óbreyttur. Gjaldskrá okkar má sjá með því að smella hér.
 4. MIÐLUN HÓTELBÓKANA Hótelþjónustu, sem bókuð er í gegnum gáttina, er miðlað af EAN.com L.P. („Hotels.com").

  Allar fyrirspurnir varðandi bókanir og allar breytingar eða aflýsingar skulu gerðar beint til Hotels.com. Hægt er að finna samskiptaupplýsingar Hotels.com hér:
  Símanúmer: +44 (0)20 3788 4352

  Hægt er að nálgast skilmála og skilyrði Hotels.com hér.
 5. Miðlun bílaleigubókana Bílaleiguþjónustu um gáttina er miðlað af Traveljigsaw Limited („Rentalcars.com").

  Öllum fyrirspurnum varðandi bókanir, breytingar eða aflýsingar skal beint til Hotels.com. Hægt er að finna samskiptaupplýsingar Rentalcars.com hér:
  Upplýsingar um staðbundna tengiliði má sjá á vef Rentalcars.
  Hægt er að nálgast skilmála og skilyrði Rentalcars.com hér.
 6. SÉRSTÖK ÁKVÆÐI UM MIÐLUN BÓKANA HJÁ MÖRGUM ÞJÓNUSTUVEITENDUM Gáttin býður upp á þann möguleika að blanda saman eins mörgum þjónustuveitendum og þú vilt. Við þær aðstæður biður okkur um að starfa sem milliliður fyrir bókun ýmiskonar ferðaþjónustu frá fleiri en einum birgi. Það kemur skýrt fram í bókunarferlinu hverjir þessir þjónustuveitaendur eru áður en gengið er frá bókun. Þegar það gerist að þú sameinar marga þjónustuþætti gerum við engan ferðasamning okkar á milli. Þess í stað eru gerðir nokkrir þjónustusamningar um veitingu þjónustuþátta við hvern einstakan birgi. Í því tilviki störfum við eingöngu sem milliliður í tengslum við hverja einstakan þátt ferðaþjónustunnar.
 7. UPPLÝSINGAR UM VEGABRÉF, VEGABÉFSÁRITANIR OG HEILBRIGÐISMÁL
  1. Vegabréf og kröfur um vegabréfsáritun og/eða heilbrigðismál geta breyst og þú skalt því athuga hjá viðeigandi yfirvaldi (sendiráði, ræðismönnum o.þ.h.) með góðum fyrirvara fyrir ferð þína. Það er á þína ábyrgð að vera með gilt vegabréf undir höndum og vegabréfsáritun, ef við á. Mikilvægt er að muna að taka með allar millilendingar í ferðinni þar sem einnig gæti þurft að sækja um vegabréfsáritun. Það tekur oft nokkurn tíma að fá vegabréfsáritun þannig að þér er ráðlagt að sækja um með góðum fyrirvara. Við berum enga ábyrgð gagnvart þeim viðskiptavinum sem ekki hafa útvegað sér viðeigandi skjöl.
  2. Hver áfangastaður hefur sínar eigin kröfur hvað varðar formsatriði um komu, bólusetningar, o.þ.h. og þær geta einnig verið breytilegar eftir þjóðerni farþegans. Það er á þína ábyrgð að afla þeirra upplýsinga. Engin atvik sem upp koma vegna þess að ekki er farið eftir þannig opinberum reglum geta talist vera á okkar ábyrgð. Við hvetjum þig því til þess að sannreyna alltaf hin ýmsu formsatriði á hverjum völdum áfangastað eða landi millilendingar, auk þess tíma sem þarf til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana.
 8. OKKAR EIGIN ÞJÓNUSTA
   1. Sé breytanlegur miði keyptur við bókun ferðar gerir það þér kleift að breyta dagsetningu og/eða tíma flugbókunar samkvæmt skilmálunum í þessum kafla. Við miðlum aðeins samningi um flug á milli þín og viðkomandi flugfélags með sveigjanlegu miðaþjónustunni okkar. Þar sem breytanlegu miðarnir eru okkar eigin þjónusta (þ.e. að þú getur ekki breytt miðanum með því að hafa samband beint við flugfélagið), þarf að leita til þjónustuvers okkar með allar beiðnir um þannig breytingar á miðum (sjá kafla 8.1.4.1).
   2. Sveigjanlega miðaþjónustan heimilar umbókanir á flugi með eftirfarandi skilyrðum:
    • Allar umbókanir þarf að gera í samræmi við kafla 8.1.4 og minnst 24 klukkustundum fyrir upphaflegan brottfarartíma.
    • Umbókun er aðeins möguleg hjá sama flugfélagi, þ.e. flug er aðeins hægt að umbóka á annað flug með sama flugfélagi og því sem miðinn var upprunalega keyptur hjá.
    • Flugáfanga skal nota í sömu röð og þeir voru upphaflega bókaðir.
    • Uppfærsla á farrými eða bókunarflokki er ekki leyfð í sama flugi.
    • Ekki er leyfilegt að umbóka miða fyrir svonefnt „stop-over" (þ.e. dvöl í millilendingarborg lengur en upphaflega var pantað).
    • Hvorki er hægt að breyta uppruna og/né ákvörðunarstað, hvorki fyrir flug út né heim.
    • Breytanlegur miði leyfir engar breytingar eða leiðréttingar á nöfnum.
    • Aðeins er hægt að umbóka ferð einu sinni. Þegar breyting hefur verið staðfest hefur sveigjanlegi miðinn verið fullnýttur.
    • Sé um að ræða umbókun verður ferð að vera lokið innan eins árs frá því að upphafleg bókun var gerð. Nýja ferðin má ekki hefjast innan 24 klukkustunda frá því að farið var fram á breytingu.
    • Bókunin fæst ekki endurgreidd þegar sveigjanlega miðasöluþjónustan hefur verið notuð.
   3. Breytanlegan miða þarf að bóka og greiða fyrir í bókunarferlinu og ekki er hægt að bæta þjónustunni við eftir á.
   4. Ef þú vilt umbóka miðann þarftu að hafa samband við þjónustuver okkar í síma á almennum afgreiðslutíma þess. Þú finnur símanúmer okkar undir „Hafðu samband – sími”. "

    Vinsamlega athugaðu að öll okkar samskipti eru á ensku í síma og tölvupósti.
   5. Umbókun er því aðeins frágengin að við höfum staðfest hana í tölvupósti. Ef þú færð ekki staðfestingu, hafðu vinsamlegast samband við þjónustuver okkar.
   6. Umbókun á flugi með sveigjanlegu miðasöluþjónustunni er háð framboði. Ef viðkomandi breyting þýðir dýrari miða, eða ef breytingin leiðir til þess að farþegi á ekki lengur rétt á sérstöku verði (t.d. fyrir ungbarn), þarf viðkomandi að bera þann viðbótarkostnað sjálf/ur. Við berum enga ábyrgð á þeim áhrifum sem umbókun getur haft á alla viðbótarþjónustu sem samið er um beint við flugfélagið (eins og bókun á viðbótarfarangri eða ákveðnum sætum).
   7. Ef þú hættir við flugið er sveigjanlega miðasöluþjónustuverðið ekki endurgreitt.
   8. Ef þú mætir ekki í einhvern hluta ferðarinnar fellur möguleiki á umbókun breytanlegs miða niður.
   1. Taka þarf forfallatryggingu og greiða hana um leið og ferðin er bókuð. Forfallatryggingin tekur gildi þegar bókun er gerð og fellur úr gildi þegar ferðin hefst, miðað við upphaflegan bókaðan brottfarardag. Allir ferðamenn í sömu bókun verða að hafa tekið forfallatryggingu svo hún sé gild ef bókun er aflýst.
   2. Afbókun þarf að gerast minnst tveimur klukkustundum fyrir brottför sv forfallatryggingin nái til hennar. Forfallatryggingin gengur úr gildi þegar lagt hefur verið af stað. Hafa þarf samband beint við flugfélög, hótel eða bílaleigur vegna afbókana utan símsvörunartíma okkar.
   3. Þegar ferð er aflýst með því að gilt læknisvottorð er lagt fram skal allur kostnaður við bókunina endurgreiddur nema afgreiðslugjöld okkar á 45 EUR hvern farþega. Við endurgreiðum engan kostnað við forfallatrygginguna eða áður greidd gjöld, þóknanir og hvers kyns tryggingagjöld (nema ferðatryggingar). Hámarksfjárhæð sem er greidd er vegna afbókunar með forfallatyggingu er 2500 EUR á mann og/eða 6.000 EUR á ferð.
   4. Endurgreiðanleg atvik Fé verður endurgreitt ef ekki er unnt að fara í fyrirhugaða ferð vegna eftirfarandi ófyrirsjáanlegra atvika:
    • Bráð veikindi eða slys sem varða þig, ferðafélaga þinn á sömu bókun eða náinn ættingja og þér er ráðlagt að fara ekki í fyrirhugaða ferð samkvæmt vottorði frá óvilhöllum lækni sem veitir meðferð.
    • Andlát sem varðar þig, náinn ættingja eða ferðafélaga í sömu bókun.
    „Náinn ættingi" þýðir í þessu samhengi eiginmann vátryggðs einstaklings, eiginkonu, börn, barnabörn, systkini, foreldra, ömmu og afa eða tengdaforeldra, eða einstakling sem hinn vátryggði er í fastri sambúð með.
   5. Forfallatrygging nær ekki til:
    • endurgjalds sem kann að berast annars staðar frá, svo sem annarrar forfallatryggingar eða trygginga,
    • veikinda, slysa eða meiðsla sem þú vissir af (sem þú varst greind/ur með) þegar forfallatryggingin var tekin,
    • langvinnra sjúkdóma/sýkinga/geðrænna sjúkdóma, nema viðkomandi hafi verið fullkomlega laus við einkenni/vandamál síðastliðna sex mánuði áður en ferðin var bókuð. Ef afbókun tengist þessum einkennum þarf sérfræðingur að staðfesta sjúkdómsgreininguna,
    • veikinda, slyss eða annarrar afleiðinga meðgöngu eða barnsburðar,
    • fylgikvilla af völdum áfengis, annarra vímuefna, róandi lyfja eða fíkniefna,
    • útgjalda sem hljótast af því að hinn vátryggði dró afbókun sína á ferðinni,
    • þess að tilgangur ferðarinnar er ekki lengur til staðar,
    • fylgikvilla sem leiða af aðgerðum og meðferð að eigin hvötum og vali, svo sem fegrunaraðgerðum,
    • hvers kyns annars fyrirkomulags ferðalagsins sem ekki felst í staðfestingunni, svo sem leikhúsmiðar og þess háttar,
    • flughræðslu/ótta við að fljúga.
   6. Hvað þarft þú að gera? Forfallatrygginging gildir aðeins ásamt gildu læknisvottorði. Það þarf að berast okkur innan fimm virka daga frá afbókun. Óvilhallur læknir sem veitir meðferð þarf að fylla út læknisvottorðið og á því þarf að koma fram nafn, samskiptaupplýsingar og stimpill læknisins. Framvísa þarf afriti af skilríkjum læknis ef stimpill er ekki tiltækur.
   7. Eftirfarandi upplýsingar þurfa einnig að koma fram í læknisvottorðinu.
    • dagsetning skoðunar
    • niðurstöður skoðunar
    • greining
    • önnur frumrit vottorða/fylgigagna sem kunna að skipta máli við mat á kröfunni
    • sú staðreynd að veikindin séu bráð og komi í veg fyrir að sjúklingurinn geti ferðast
    Hægt er að sækja eyðublað fyrir læknisvottorð hér Smelltu hér til að senda inn læknisvottorð.
  1. Tengiflugsábyrgð
   1. Ef bókun þín felur í sér tengiflugsábyrgð okkar eins og lýst er í kafla 8.3 (héðan í frá nefnd „tengiflugsábyrgð") kemur þetta skýrt og greinilega fram í bæði bókunarferli og bókunarstaðfestingu.
   2. Tengiflugsábyrgðin gildir í eftirfarandi tilvikum (hvert og eitt atriði telst vera „breyting"):
    • ef eitt eða fleiri flug eru umbókuð, þeim seinkar eða hætt er við af hálfu viðkomandi flugfélaga með þeim afleiðingum að þú missir af flugi þínu á áfangastað,
    • ef þú missir af tengiflugi vegna þess að farangri seinkaði eða hann týndist án þess að þú hafir getað haft þar nokkur áhrif á, og
    • ef þú missir af tengiflugi vegna tolla- eða vegabréfaeftirlits án þess að þú hafir getað haft þar nokkur áhrif á.
   3. Tengiflugsábyrgðin á ekki við:
    • ef breytingin hefur áhrif á aðeins flug á sama miða (gefinn út sem e-miði/PNR). Flugfélagið sem annast flugið/flugin ber ábyrgð á mögulegum vandamálum og því að annast breytingar á flugi (hafðu samband beint við viðkomandi flugfélag til að leita aðstoðar og/eða spyrja spurninga),
    • ef breytingin er af óviðráðanlegum aðstæðum en þær fela í sér aðstæður sem flugfélagið getur engin áhrif haft á, svo sem (án takmarkana), pólitískan óstöðugleika, veðurham, öryggisbrest, verulegar takmarkanir á rekstri flugvallar og/eða gjaldþrot/ógjaldfærni flugrekanda,
    • vegna allra aðgerða (eða skorts á aðgerðum) sem sanngjarnt er að telja á þína ábyrgð, til dæmis ef þú missir af flugi vegna þess að (i) þú hefur ekki nauðsynlega vegabréfsáritun, ferðaskilríki eða önnur fylgigögn sem þarf fyrir ferðina, eða (ii) þú brýtur gegn einhverjum reglum og takmörkunum flugfélagsins, eða
    • ef þú ferðast með innritaðan farangur á ferð merktri með „enginn innritaður farangur", þ.e. ferð með „sjálfstæðri innritun" með stuttum tíma milli ferða, eða
    • hafir þú gert breytingar á bókun þinni án samþykkis okkar fyrir fram.
   4. Láttu okkur vita um málið án ástæðulausra tafa.
    Óskir þú eftir því að nýta þér tengiflugsábyrgðina þarft þú að tilkynna okkur það án ástæðulausra tafa símleiðis eftir að þér hefur verið tilkynnt um breytingu. Sjá samskiptaupplýsingar í formála. Ef þú tilkynnir okkur það ekki án ástæðulausra tafa átt þú ekki rétt á tengiflugsábyrgð.
   5. Valkostir í boði - annað flug eða endurgreiðsla.
    Eftir að okkur hefur verið tilkynnt um breytinguna bjóðum við þér eftirtalda kosti að velja um:
    a) annað flug til endanlegs áfangastaðar á okkar kostnað okkar (þér verður tilkynnt nákvæmlega hvaða flug þér er boðið),
    b) endurgreiðslu þess verðs sem þú greiddir fyrir ónotaða(n) flugmiða þegar bókað var, eða
    c) flug til upprunalegs brottfararstaðar á okkar kostnað okkar (þér verður tilkynnt nákvæmlega hvaða flug þér er boðið).

    Ef við getum ekki boðið þér sanngjarnt flug á endanlegan áfangastað gætum við vísað þér á aðra flugvelli. Í því tilviki greiðum við flutningskostnað þinn á hinn flugvöllinn.

    Séu meira en 48 klukkustundir til upprunalegs brottfarartíma þess flugs sem um ræðir, veljum við einn þeirra kosta sem tilgreindir eru í 8.3.5. að eigin vild.
   6. Hvernig þú samþykkir boðinn valkost
    Þú verður að svara og tilgreina hvort þú samþykkir valkostinn eins fljótt og auðið er eftir að hafa fengið frekari upplýsingar frá okkur um valkostina sem tilgreindir eru upp í undirkafla 5 (a)–(c) hér að ofan. Ef við fáum ekki svar frá þér innan hæfilegs tíma (að hámarki 24 klukkustundir) hefur þú fyrirgert rétti þinn til að nota tengiflugsábyrgðina.
   7. Aðrar bætur
    Til viðbótar við valkostina sem settar eru fram í 8.3 felst eftirfarandi í tengiflugsábyrgðinni:
    • Gisting – Ef breyting verður með stuttum fyrirvara og þú ert án gistingar fyrir nóttina (22.00-08.00) þá greiðum við gistináttakostnað þinn í eina eða fleiri nætur. Bætur takmarkast samtals við 100 USD á hvern farþega sem tengiflugsábyrgðin nær til. Allar bætur fyrir gistingu sem þú færð frá flugfélaginu verða dregnar frá endurgreiðslunni í tengslum við tengiflugsábyrgðina.
    • Matur og drykkur – ef breyting þýðir að flugi þínu seinkar um meira en fjórar klukkustundir, greiðum við kostnað við mat og drykk fyrir allt að 12 USD á hvern farþega sem tengiflugsábyrgðin nær til. Allar bætur vegna matar og/eða drykkjar sem þú færð frá flugfélaginu verða dregnar frá endurgreiðslu vegna tengiflugsábyrgðarinnar.
    Athugaðu að þú þarft að leggja út fyrir kostnaði og koma kvittunum fyrir þannig útgjöldum til okkar.
 9. GJÖLD OG GREIÐSLA
  1. Greiðsla
   1. Annað hvort sjáum við eða hlutdeildarfélög okkar um að innheimta greiðslu fyrir ferðaþjónustu (í samstarfi við greiðsluhirðingu sem annast umsjón með greiðslum) eða þá að þjónustuveitandinn annast það. Allar greiðsluupplýsingar sem tilheyra viðskiptavinum okkar eru dulkóðaðar á öruggum miðlara þegar þeim er deilt með greiðsluhirðingu.
   2. Það ræðst af bókunarskilmálum og viðbótarþjónustu hvort heimilt sé að skipta greiðslunni í tvær aðskildar færslur, aðra frá okkur og hina frá þjónustuveitanda. Þú verður ekki krafin/n um meira en raunverulegt heildarverð sýnt á vefsetri okkar. Sömu öryggisráðstöfunum verður beitt.
   3. Þú þarf að tryggja að nægt fé sé til ráðstöfunar svo okkur takist að vinna greiðslu þína. Ef einhver vandamál koma upp í tengslum við úrvinnslu greiðslu þinnar reynum við að vinna hana í samvinnu við greiðslumiðlara okkar. Leiði þetta ekki til þess að það næst að innheimta allt fé frá þér, höfum við samband við þig eins fljótt og auðið er með leiðbeiningum um greiðsluleiðir. Berist okkur ekki greiðsla þrátt fyrir slík frekari fyrirmæli verður útistandandi skuld vísað til innheimtufyrirtækis.
  2. Greiðslusvik
   Leiki grunur á greiðslusvikum áskiljum við okkur allan rétt til að hafna úrvinnslu slíkrar greiðslu. Hægt er að krefjast persónuskilríkja vegna greiðslu ef grunur leikur á saknæmum brotum. Allar tegundir greiðslusvika verða kærðar til lögreglu.
  3. Endurgreiðslur
     
   1. Endurgreiðslur eru unnar í samræmi við skilmála og skilyrði þjónustuveitandans. Ef þú átt rétt á endurgreiðslu er endurgreiðsla þín afgreidd með sama greiðslufyrirkomulagi og notað var til að greiða fyrir bókun.
   2.  
   3. Allar endurgreiðslur eru greiddar af viðeigandi þjónustuaðila og við, sem milliliður, höfum engin áhrif á þann tíma sem afgreiðsla þjónustuaðila tekur.
   4.  
   5. Sem milliliður afgreiðum við ekki endurgreiðslur fyrr en við höfum móttekið endurgreiðsluna frá viðkomandi þjónustuaðila.
   6.  
   7. Heildarverð á bókun þinni felur í sér verð fyrir ferðaþjónustuna, allar viðbótarpantanir og þjónustugjöld okkar. Vinsamlegast athugið að þjónustugjöld okkar verða ekki endurgreidd. Ástæðan er sú að þjónustugjöld eru innheimt fyrir þjónustumiðlun okkar og svo er litið á að henni hafi verið fullnægt þegar bókun þín hefur verið staðfest.
 10. KVARTANIR
  1. Kröfur sem varða frammistöðu ferðaþjónustu
   Öllum vandamálum, ummælum eða kröfum sem varða raunverulega frammistöðu ferðaþjónustunnar þarf að koma beint á framfæri við þanni þjónustuveitanda (ferðaskrifstofu, flugfélag, tryggingafélag, bílaleigu, hótel) sem samningur var gerður við vegna umræddar ferðaþjónustu. Sjá einnig 1. kafla um réttindi þín samkvæmt reglum ESB.
  2. Kvartanir um okkar eigin þjónustu
   Kvartanir um okkar eigin þjónustu skal ætíð legga fram skriflega og það þarf að gerast innan tveggja mánaða frá lokadegi ferðar.
   Netfang: customer.relations@support.etraveli.com
 11. RÉTTUR VIÐSKIPTAVINA Í SAMRÆMI VIÐ ESB-REGLUGERÐIR
  1. Aflýst flug eða seinkanir
   Ef þú ferðast inn eða út úr ESB eða með flugfélagi innan ESB gætir þú átt rétt á að krefjast endurgreiðslu vegna kostnaðar sem þú getur heimfært beint á viðkomandi flugfélag ef það gerist að fluginu er aflýst, því seinkar eða ef þér er neitað um að stíga um borð. Nánari upplýsingar um EC-reglugerð 261/2004 fást með því að smella hér.
  2. Ábyrgð flugfélags
   EC-reglugerð (889/2002) um ábyrgð flugfélags ef slys verða. Reglugerð má finna hér.
 12. ÁBYRGÐ
  1. Þú samþykkir að við gegnum hlutverki sem milliliður þín og þjónustuveitanda. Við berum undir engum kringumstæðum ábyrgð á þeirri ferðaþjónustu sem þú hefur pantað hjá einum eða fleiri þjónustuveitendum og við tökum ekki á okkur neina ábyrgð vegna ónákvæmni í þeim upplýsingum sem fram koma í vefgáttinni og viðkomandi þjónustuveitandi hefur lagt fram.
  2. Verði þjónustuveitandi ófær um að veita ferðaþjónustuna af hvaða ástæðu sem er, þar með talið án takmarkana vegna sérstakra atvika eða kringumstæðna sem þjónustuveitandinn fær ekki við ráðið (force majeure) eða að þjónustuveitandi lýsir sig gjaldþrota, getum aðeins verið milliliðir og endurgreitt það sem við höfum þegar fengið í hendur frá viðkomandi þjónustuveitanda.
  3. Hvað okkar eigin þjónustu varðar berum við ábyrgð á tjóni með fyrirvara um takmarkanir í þessum skilyrðum og skilmálum og að því marki sem lög heimila. Við berum einungis ábyrgð á beinu tjóni sem hefur raunverulega kostað þig útgjöld eða þú orðið fyrir vegna þess að ekki var staðið við skuldbindingar okkar varðandi eigin þjónustu, allt að samanlögðum kostnaði við bókun þína (hvort sem um er að ræða einn atburð eða raðir tengdra atburða). Ef einhverju er ábótavant varðandi bókanir, staðfestingar og/eða framkvæmda hvaða bókana og þjónustu sem er vegna sérstakra atvika eða kringumstæðna sem við fáum ekki við ráðið (force majeure) erum við undanþegin allri afleiddri lagalegri ábyrgð sem sprettur af þannig vöntun eða því að geta ekki staðið við skuldbindingar vegna áhrifa hinna sérstöku atvika eða kringumstæðna sem við fáum ekki við ráðið (force majeure).
  4. Takmörkun á bótaskyldu sem sett er fram í kafla 12.3 á einnig við um brot á skyldu einstaklinga sem við berum ábyrgð á samkvæmt ákvæðum laga.
 13. GILDANDI LÖG OG ÚRLAUSN ÁGREININGSMÁLA
  1. Gildandi lög
   Swedish law applies exclusively to these T&Cs and the contract between You and us.

   Þú sem neytandi skal njóta góðs af öllum skylduákvæðum laga þess lands sem þú hefur búsetu í. Ekkert í þessum skilmálum og skilyrðum, þ.á.m. kafli 13.1, hefur áhrif á réttindi þín sem neytanda til að treysta á slík skylduákvæði staðbundinna laga.
  2. Úrlausn ágreiningsmála á netinu
   Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til vettvang fyrir lausn ágreiningsmála á netinu (ODS) á: http://ec.europa.eu/Consumers/odr/
 14. PERSÓNUVERND Við tökum vernd persónugagna þinna alvarlega. Finna má ýtarlegar upplýsingar um söfnun, úrvinnslu og notkun persónulegra gagna þinna í persónuverndarstefnu okkar.

VIÐAUKI 1 – ÞÓKNANIR VEGNA UMSJÓNAR 

Þjónusta

Þóknun (m/VSK)

Aðstoðarpakki
Greiðist fyrir alla þjónustu og breytingar.

21 EUR á hverja bókun

Afgreiðslugjald vegna endurgreiðslu afbókunar innan 24 klukkustunda
Miði enn ekki gefinn út/hægt að ógilda.

51 EUR á hvern farþega

Gjald fyrir umsjón endurgreiðslu
Gildir um allar endurgreiðslur sem þú biður um, þar með taldar beiðnir um endurgreiðslu á miðaverði, skattar, þóknanir og/eða gjöld til flugfélagsins.

Þóknunin á einnig við um umsjónargjöld okkar ef flugfélagið aflýsir flugi.

61 EUR á hvern farþega

Endurgreiðsla ef flugfélagið aflýsir flugi:
30 EUR á hverja bókun

Bókun breytt
Ef þú óskar eftir breytingu á bókun, t.d. breytingu á flugáætlun, leiðréttingu á nafni eða viðbótarbókun við barn án sætis.

Verðmæti miða

Gjald á hvern farþega

0-100 EUR

21 EUR

101-350 EUR

57 EUR

351 - 750 EUR

78 EUR

751 < EUR

93 EUR


Breytingar á áætlun (umbókun) innan 24 klukkustunda

Verðmæti miða

Gjald á hvern farþega

0-350 EUR

21 EUR

350 < EUR

30 EUR

Umbókun á valkosti flugfélagsins ef áætlun þess breytist er þér að kostnaðarlausu. Greiða þarf fyrir aðstoð við aðrar breytingar af völdum flugfélagsins gjald að upphæð 30 EUR á hverja bókun.

Þóknun fyrir handvirka meðferð
Handvirk aðstoð við að bóka að nýju

30 EUR á hvern farþega

Vinsamlegast athugið að allar breytingar og/eða endurgreiðslur eru háðar skilyrðum flugfélags og reglum um flugfargjöld. Flugfélagið getur svo lagt á viðbótargjöld. Við höfum sem milliliður engin áhrif á það.

Ef umbeðin breyting leiðir til dýrari miða eða ef breytingin leiðir til þess að farþegi á ekki lengur rétt á sérstöku verði þarf viðkomandi að bera slíkan kostnað sjálfur.

Header
Subject
Body
Footer