pdf print

Forfallatrygging


Mytrip mælir með að þú takir forfallatryggingu þegar þú bókar ferð.

Þú færð það bætt ef þú getur ekki af sanngjörnum ástæðum farið í ferðina vegna bráðra veikinda, slyss eða andláts þín, ferðafélaga þíns eða náins ættingja. „Náinn ættingi" þýðir í þessu samhengi eiginmaður vátryggðs, eiginkona, börn, barnabörn, systkini, foreldrar, ömmur og afar eða tengdaforeldrar, sambýlingur vátryggða eða einhver ferðafélaga í bókuninni. Bráð veikindi vísa til veikinda sem þú vissir ekki um, gætir ekki eða ættir ekki að hafa vitað um að kæmu fram þegar þú pantaðir ferðina. Staðfesta þarf það sem gerðist með gildu læknisvottorði Mytrip. Ákveðnar undantekningar gilda um vernd forfallatryggingar.

Nánari upplýsingar er að finna í ferðaskilmálum okkar »

 • Kaupa þarf forfallatryggingu um leið og bókun er gerð.
 • Afbóka þarf ferðina að lágmarki tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ekki verður um neina endurgreiðslu að ræða, sé afbókað síðar en það.
 • Forfallatrygging gildir því aðeins að lagt sé fram eigið læknisvottorð Mytrip og senda skal það til okkar innan fimm virka daga frá afbókun ferðar. Vottorð læknis þarf að vera frá lækni með samning við Tryggingastofnun og vottorðið þarf að innihalda nafn, símanúmer og stimpil læknis. Framvísa þarf afriti af skilríkjum læknis ef stimpill er ekki til staðar. Í vottorði læknis þarf að koma fram dagsetning skoðunar og niðurstaða hennar, greining og staðfesting á því að þú getir ekki ferðast. Læknirinn verður að nota læknisvottorð Mytrip, það er eina læknisvottorðið sem við samþykkjum. Vottorð læknis verður að vera prentað af óháðum aðila svo það sé tekið gilt.
  Sæktu vottorð læknis hér »
 • Ekki verður um neina endurgreiðslu að ræða ef þú mætir ekki í ferðina eða ef þú ert með röng skjöl sem leiða til þess að þú getur ekki / færð ekki leyfi til að ferðast.
 • Umsjónargjald að upphæð 45 EUR verður lagt á vegna allra afbókana sem forfallatryggingin nær til.
 • Hámarksfjárhæð sem greidd er vegna afbókunar með forfallatryggingu er 2500 EUR á mann og/eða 6.000 EUR á ferð
  Header
  Subject
  Body
  Footer