Fá ég farseðilinn um leið og ég hef bókað?
Þegar bókunin hefur verið staðfest og verið er að vinna úr greiðslunni færðu tölvupóst frá okkur með staðfestingu á pöntun. Þetta þýðir að bókunarbeiðnin hefur verið lögð inn, en í sjaldgæfum tilfellum þarf að gefa farseðilinn út.
Þetta gerist yfirleitt á nokkrum mínútum, hins vegar gæti það tekið lengri tíma vegna tæknilegra athugana eða staðfestingar á fargjaldi hjá flugfélaginu. Engar áhyggjur — bókunin þín hefur verið staðfest og sætið öruggt meðan við búum farseðilinn til.
Ef þú ferðast bráðum og tekur eftir að ekki er enn búið að gefa farseðilinn út skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar — það væri okkur ánægja að aðstoða þig.