Sumar ferðir til baka eru á tveimur stökum miðum. Þannig getur þú sem viðskiptavinur fengið ferðalagið á lægsta mögulega verði.  Ef þú ert með tvo staka miða sýnir bókunin það, ferðir merktar ,One-Way Combination' (samsett ferð aðra leiðina) eru á tveimur stökum ferðum.


Yfirleitt er hægt að ferðast eins og venjulega á þessum miðum. Ef það verða hins vegar einhverjar breytingar á einum eða báðum miðunum er gott að gera sér grein fyrir eftirfarandi:

  •  Jafnvel þótt áfangarnir séu bókaðir saman eru þeir meðhöndlaðir hvor fyrir sig. Þetta þýðir að hver áfangi ferðar þinnar er afgreiddur sérstaklega, sé um að ræða breytingar, ferðarof á borð við verkföll og breytingar á áætlun. Allar reglur hvers flugfélags fyrir sig gilda.
  • Þótt einum áfanga flugs sé breytt eða aflýst hefur það ekki áhrif á hinn áfangann. Reglur og takmarkanir á möguleikum þínum til að breyta eða aflýsa bókun gilda þó enn um hinn áfangann.
  •  Ef þú vilt hætta við alla ferðina þarftu að afbóka hvorn miða fyrir sig.
  • Um getur verið að ræða mismunandi reglur varðandi farangur, kynntu þér það á vefsetrum allra viðkomandi flugfélaga.