Við getum aðstoðað þig við að spyrja flugfélagið hvort leyfilegt sé að hafa gæludýr með í för. Fyrst verður þú þó að kaupa þjónustupakkann okkar. Áður en við sendum fyrirspurn þurfum við að vita um hvernig gæludýr er að ræða og stærð búrsins (hæð, lengd & breidd) auk þyngdar þess og samanlagðrar þyngdar búrs og dýrs. Við getum aðeins gert fyrirspurn vegna gildra bókana. 

Flugfélög rukka yfirleitt aukagjöld fyrir gæludýr. Það gjald er innheimt í flugstöðinni við innritun og er greitt flugfélaginu. Þú finnur upplýsingar um kostnað á vefsetri flugfélagsins.

Flugfélagið ber alltaf ábyrgð á því að samþykkja hvort hægt sé að taka með sér gæludýr. Miðinn verður ekki endurgreiddur þó ekki fáist leyfi til að taka gæludýr með. Athugaðu vinsamlegast að ekki er hægt að fara með gæludýr til Bretlands.