Ef þú vilt hætta við flugið getur þú haft samband við okkur í tölvupósti eða símleiðis. Athugaðu að ekki er hætt við flugið fyrr en staðfesting berst frá okkur. Þú þarft að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er! Flugfélögin hafa mjög mismunandi reglur um hve lengi er hægt að hætta við. Einnig er hægt að hafa samband við flugfélagið beint til að tilkynna að miðar verði ekki notaðir. 

Reglur flugfélaga heimila almennt ekki endurgreiðslu á miða sem hefur verið hætt við að nota. Við verðum alltaf að fara eftir reglum flugfélagsins og getum ekki gert okkar eigin undantekningar á þeim. Í einstökum tilvikum er þó samt hægt að fá flugmiða endurgreidda. Ef þú hefur samband við okkur getum við kannað þau ákveðnu skilyrði sem gilda um miða þinn. Ef flugfélag leyfir endurgreiðslur vegna afpöntunar færðu upplýsingar um öll álögð gjöld vegna þessa áður en afpöntun er afgreidd.