Ef þú tekur afbókunartryggingu og veikist skyndilega eða lendir í slysi getur þú hætt við ferðina og fengið endurgreitt. Þetta á einnig við þegar um er að ræða andlát einhvers ferðafélaga eða náins ástvinar. Afbókunartryggingin gildir ásamt staðfestu læknisvottorði og ekki er hægt að kaupa hana síðar.